Hvert leitar……..

hugurinn þegar að fólk þjáist, eins og til dæmis af hungri og þorsta. – Hann leitar gjarnan til brenskunnar – hann leitar uppi góðar og slæmar minningar – ómeðvitað, til að þurfa ekki að dvelja við þjáningarnar í núinu.

Ég man eftir því hvað mér þótti mjólk ógeðsleg þegar ég var lítil, ég borðaði samt mjólkurgrauta og rjóma út á ávaxtagrautinn á sunnudögum og þótti hann góður, sem og osturinn sem ég fékk ofan á brauðið.

í minni bernsku á sjöunda áratug tuttugustu aldar var gos ekki í boði nema á stórhátíðum eins og á jólum og páskum og kakó ekki lagað nema á tillidögum, svo fyrir krakka-anga eins og mig sem ekki drukku mjólk, var ekki úr mörgu að velja – það var berjasaft, sem ekki var þó til ofgnóttir af og svo asís, sem þótti hálfgert bruðl að vera að kaupa á verkamannaheimili eins því er ég ólst upp á, svo þá var það bara vatnið úr krananum, blessað vatnið sem er undirstaða alls þess sem lifir á þessari jörð – fyrir því þurfum við að bera virðingu og halda því tæru og ómenguðu – hafa vit á því – spillt vatn, hvar sem það rennur, getur valdið miklum óafturkræfum náttúruspjöllum.

Volg, þykk, ógerilsneydd mjólkin sem ég man svo vel eftir frá bernskudögum mínum leiðir huga minn nú að veru minni á gælsuvellinum heima á Flateyri. þangað var ég látin þegar mamma var við vinnu í fiski á sumrin – með mjólk í tómatsósuflösku, mig klíjar af tilhugsunni einni saman. – það var samt ekki vegna mjólkurinnar sem ég tók upp á því að strjúka af leikvellinum á degi hverjum. þarna var kaðrak af organdi krökkum með hor í nösum, ausandi sandi hvert yfir annað og jafnvel var barist með lurkum um rólur, vegasölt og aðgang að rennibraut – ekkert skipulag eitt alsherjar kaos og glundroði. – það var þetta brjálæði sem ég var að flýja,  Ég fann litla smugu sem ég get skriðið út um og laumast heim í garð, en heimili mitt var við hliðina á gæsluvellinum og í garðinum heima dundaði ég mér ein þar til mamma kom heim úr vinnunni, húsið var læst svo að ég komst ekki inn, en ég dútlaði úti á lóð við drullukökugerð og geimsteinasöfnun, ég safnaði litríkum glerbrotum og stundum sofnaði ég úti ef hlýtt var í veðri. – Svo fór mamma að skilja eftir opið svo að ég kæmist inn, þá fór ég að reyna að hjálpa til á heimilinu – ég man eftir mér standandi upp á stól við uppvask – 4 – 5 ára er ég að reyna að vaska upp eftir hádegismatinn og ég man að það var mér mikið kappsmál að reyna að vera búin að þessu áður en mamma kæmi heim, ég vildi gleðja hana með þessu framtaki mínu, en ég veit ekki hversu þakklát hún var, ég man það líka að ég átti í mesta basli með að þvo fituga diskana, líklega eftir mörflot.

Svo kom að því að ég var send í sveit út á Sand (Ingjaldsand) til Dísu frænku – það var aldeilis frábært að vera í sveit hjá henni frænku minni – engar skyldur voru lagðar á mínar ungu herðar þar, ég fékk að haga hlutunum eins og mér sýndist. Eitt sumarið ákvað að ganga kettlingunum á bænum í móðurstað, í fullri sátt við hina raunverulegu móður, kettlingarnir voru fimm og ég tók aldrei nema tvo í einu í gæslu. Ég átti dúkkupela sem ég gaf þeim að drekka úr, klæddi þá í dúkkuföt og sposseraði svo með þá í dúkkukerru, þeir virtust vera fulkomlega sáttir með þetta fyrirkomulag, sváfu saddir, sælir og uppdubbaðir í dúkkukerrunni á meðan ég sposseraði um með þá með Snata í humátt á eftir okkur.

þegar ég hugsa svona til baka – til bernskunar, aðeins búin að lifa í nokkur ár og lífið allt framundan, þá grunlaus um hvað framtíðin bæri í skauti sér, fyllist ég þakklæti yfir því að hafa ekki vitað það – hafa ekki vitað um það óþverra hyski sem síðar á ævinni átti eftir að verða á vegi mínum og eyðileggja líf mitt – fólk sem einu sinni vöru börn líka að alast upp á öðrum stað heldur en ég, kannski það hafi þá orðið fyrir einhverjum skakkaföllum í lífinu, sem hafa gert þau að þeim skrímslum sem þau eru í dag – sumir ráða ekki við mótlæti, finnst vera í lagi að vera vondar manneskjur af því að einhverjir aðrir eru það.

þó að ég hafi ekki unað mér á leikskólanum þegar ég var lítil, þýðir það ekki að ég hefi ekki getað leikið mér með öðrum krökkum í sátt og samlyndi, það var alls ekki svo, það var bara hávaðinn, glundroðinn og skipulagsleysið sem ég þoldi ekki og það var það sem ég var að flýja.  –  Ég var mjög virk í leikjum okkar krakkana, ég var góð í öllum íþróttum og yfir vetramánuðina vorum við krakkarnir mest á skautum, sleðum og við snjóhúsagerð og á sumrin var verð að spila bobinton, farið í teygjutvist, snú-snú, svippað, gera ýmsar þrautir með smáboltum, tveim og þremur í einu, svo var farið í hverfu, að rekja pílur, í yfir, fallin spýtan, sto, parís og ef mikið vatn var í Bótartjörninni á vorin þá var komið upp mikilli flekaútgerð á henni, settur upp sirkus í gömlu hvalstöðinni, stofnaðar hljómsveitir og opnaðar tappabúðir, svo eitthvað sé nefnt, en ég gat líka leikið mér ein tímunum saman, ég var frekar rólegt barn. Fólk segir mig uppreisnargjarna – ef fólk setur = á milli réttlætiskenndar og uppreisnargirni að þá hlýt ég að teljast uppreisnargjörn hjá því fólki sem ekki veit hvað réttlæti er – það er til fólk sem veit ekki hvað réttlæti er, þess vegna þurfa sumir að berjast fyrir því.

 

 

 

Auglýsingar

Smá ævintýri …..

Já, ég lenti í smá ævintýri í dag. – Ég varð að komast í bæinn í dag þess vegna lagði ég í hann þó færðin væri ekki hin ákjósanlegasta. Ég þurfti auðvita að byrja á því að moka bílinn minn út af stæðinu, það hafðist með herkjum og á þráanum og út úr stæðinu komst ég og kannski svona hundrað metra, en þá sat bílinn fastur í djúpum hjólförum eftir jeppa, hann sat bara á belgnum á milliruðningnum og fríhjólaði þar, komst hvorki aftur á bak né áfram. Ég hugsaði mitt ráð smá stund og ákvað svo að hringja á bæjarskrifstofuna og tékk á mokstrinum eða hvenæri yrði mokað hér í Túngötunni og samkvæmt upplýsingum yrði það sennilega ekki fyrr en á morgun, en á svæðið mættu svo þrír bæjarstarfsmenn og einn bæjarfulltrúi og aðstoðuðu mig, settur var spotti í bílinn og hann dregin upp og yfir þann smá spotta sem var ófær mínum bíl, sem er ágætlega búin subaru sem hægt er að setja í aldrif. þetta var hressandi, en ég er lerkuð eftir moksturinn, svona puð er ekki svo gott fyrir bakið á mér og því síður axlirnar, þær eru báðar ónýtar, kölkun í báðum og slitin sin að auki í annarri þeirra, sem aldrei var lappað upp á og orðið of seint að gera það nú, mér skilst að slíkt þurfi að laga fljótlega eftir að sinin slitnar og það eru sennilega orðin ein 10 ár síðan hún slitnaði hjá mér, það voru ljótu vítiskvalirnar sem ég upplifið við það.

Jæja, í bæinn komst ég og byrjaði að arisera í apótekinu, þar mætti mér heill dýragarður þegar þangað kom, þar var starfsfólkið í allra kvikinda líkjum og það hvarlaði að mér að kannski ætti einhvert þeirra afmælið, forvitnin rak mig svo til að spyrja, þá kom á daginn að það er bolludagur í dag og á þeim degi masak börnin hér fyrir vestan, það var skýringin á klæðaburði starfsfólksins. Ég er alveg hætt að fylgjast með svona hlutum, dætur mínar orðnar fullorðnar og ekkert af mínum barnabörnum hér til að minna ömmu á – en auðvita í tilefni dagsins eftir að hafa fengið upplýsingr um hvaða dagur væri, kom ég við í Gamla Bakaríinum og keypti mér rjómabollur og svo nokkra ávexti í Nettó, þetta verður að duga mér þar til að Túngatan er orðin greiðfær og vonandi bílastæðin líka. – Ég fékk að leggja bílnum mínum hjá fyrrverandi grönnum mínum inn í Krók – á „landamærunum“ milli míns gamla heimilis og grannanna, þetta er ekki langur spotti að fara, en samt nógu langur ef ég þarf að bera eitthvað, fingurnir á mér eru ekki sterkir til burðar frekar en axlirnar, mig grunar að sinar hafi slitnað í fingrunum á mér líka og þær hafi síðan hnýtt si í lófunum á mér og svo heldur fólk að ég sé fær í hvaða púl sem er af því að ég böðlast áfram á þráanum sama hvað, ef ég þarf að gera eitthvað – sumir sjá svo eftir skattpeningunum sem fara í öryrkjana – atvinnurekendur ættu að hafa það í huga, þær væru færri öryrkjarnir á Íslandi í daga ef borguð væru mannsæmandi laun á hinum almenna vinnumarkaði – það er farið illa með marga á Íslandi og ég er ekki viss um að margir hafi lent eins illa í því og ég – ég er ekki bara illa farin af þrældómi, það kemur ýmislegt annað til – samviskulaust fólk.

Veðurhamur

það er víst óhætt að segja að veturkonungur hafi verið að vísitera í borg, bæjum og sveitum landsins þessa dagana og látið hafa fyrir sér. Við vestfirðingar erum svo sem ekki mikið að kippa okkur upp við það þó óblíð veðráttan sé að minna á sig öðru hvoru, svo lengi sem hún hrifsar ekki frá okkur mannslífin eins og stundum áður, en óneitanlega minnir svona veðurfar okkur á þær ógnir sem vofa yfir okkur þegar tíðarfarið er með þessum hætti. – Snjóflóðahættan er víða hér fyrir vestan og okkur öllum hér er enn í fersku minni snjóflóðin sem féllu á Súðavík og Flateyri fyrir rúmum tveimur áratugum síðan og tóku yfir þrjátíu mannslíf. þjóðin var harmi slegin og sorgin lá yfir öllu eins og fannfergið sem hörmungunum ollu, það þyðnaði þó með vorinu, en eftri sat sorgin með sínum ógræðanlegu sárum hjá þeim sem áttu um sárt að binda eftir ástvina og eignamissi. – Í örvæntingu reyndi fólk að hughreysta sjálft sig og aðra með því að segja að verr hefði getað farið á Flateyri, en margir íbúar svæðisins þar sem snjóflóðið féll voru veðurtepptir í Reykjavík, sveitungar höfðu tekið sig saman og farið í verslunarferð til útlanda, eins og tíðkaðist í þá daga. Engir geta sett sig í spor þessa fólks eftir að því bárust fréttirnar af ógnaratburðunum sem hrifsuðu með sér ástvini þeirra og eigur, nema þeir sem reynt hafa eitthvað viðlíka – biðin í mörghundruð kílómetra fjærlægð eftir fréttum af afdrifum ástvinna  og ættingja hefur verið skelfileg.  –  Blessuð veri minning þeirra sem létu lífið í snjóflóðunum á Súðavík og Flateyri og meigi Guð og góðar vættir vera með þeim sem eiga um sárt að binda vegna óbætanlegs missis og veita þeim styrk.

Veðurkonungur hefur löngum seilst í mannslífin í gagnum tíðina, bæði til sjós og lands, rétt eins og veraldlegir konungar og aðrir valdhafar en þegar veðurkonungur á í hlut, þá er ekki farið í hefndarleiðangra eða stríð – nei, þá er það samtakamátturinn, sorgin og hyggjuvitið sem taka höndum saman til að byggja upp varnir svo verjast megi hans næsta áhlaupi. – þrátt fyrir allt þá er veðurkonungur útreiknanlegri heldur en veradlegu vadhafarnir sem ætti þó að vera hægt að ræða við og kannski að semja við, en svo virðist ekki vera, þeir eru oftar en ekki bindaðir af græðgi og valdafíkn og því alveg skeytingarlausir um mannslífin, rétt eins og melludólgarnir og dópsalarnir – ekkert skiptir máli nema það sem rennur í þeirra vasa, það er ekkert hugsað um að fórnarlömbin eru manneskjur sem eigi sér fjöskydur sem syrgja.

Verðum við einhvern tíman öll jafn réttháar manneskjur til lífins hér á þessari jörðu ?   –  eða mun skiptingin alltaf verða sú sama – foréttindafólk sem svífst einskyns og réttlausir þrælar ?

 

þið sem komið ……

til með að lesa pistil minn hér að neðan, myndið ykkur kannski einhverja skoðun á því hvort ykkur finnist meðferðin á mér vera allt í lagi, viðunandi eða ógeðsleg.  –  Ef þið hafið einhverja skoðun á þessu þá gætu þið kannski komið henni til skila til þátttakanda hér fyrir vestan – það þekkja nú flestir einhverja vestfirðinga – eða beðið einhverja sem mark yrði tekið á að koma einhverjum boðum til þeirra sem talið er að standi að þessu og þeirra vina – það er að segja, ef þið eruð ekki fylgjandi svona meðferð – það gæti verið gagnlegt fyrir þau að heyra einhverjar aðrar skoðanir á þessu heldur en sínar og sinna.

Mannanaverk …..

eru misjöfn – sum góð gerð af góðum huga, önnur slæm gerð af illum ásettningi og að lenda í því síðarnefnda er ekkert grín, það getur rænt fólk mörgum árum af lífi þess og jafnvel eyðilagt líf fólks fyrir lífstíð.

Ég lenti í vondu fólki sem hefur illt innræti, samviskulausu, eigingjörnu fólki sem hefur rænt mig mörgum árum af lífi mínu – bókstaflega eyðilagt líf mitt – unnið að því bæði leynt og ljóst að reyna að gera mér lífið erfitt og sem leiðast og að gera  sem allra minnst úr mér og mínum verkum – bæði fyrr og nú.  –  Og til að firra sig allri ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart mér, var ég gerð geðveik, þá var hægt að skella allri skuldinni yfir á mig og minn „sjúkdóm“ – komið er sem komið er vegna þinna veikinda – við ! – nei, við höfum sko ekkert gert þér, þú ert bara geðveik, með aðskónarkennd.   – En ég veit betur, sjúkleikinn liggur ekki hjá mér, heldur þessu fólki og kannski öllu þessu samfélagi hér fyrir vestan, sem hefur verið dregið inn í þennan harmleik, bæði viljugir og óviljugir.

Senn verða liðin átta ár síðan ég var svipt frelsi og flutt suður á geðdeild í handjárnum, fyrir að skipta um lás á hurðinni hjá mér (hverjum kom það við að ég skipti um lás á hurðinni á minni eigin íbúð og hverjir voru það sem klöguðu mig fyri það ?) og fyrir að hengja teppi fyrir gluggana hjá mér og fyrir að reka olbogann í einhvern út í búð og að fólk og börn ættu að vera hrædd við mig og síðan þá hef ég spurt fjöldan allan af fólki að því hvort það sé hrætt við mig, ef það hristir bara hausinn og hlær að mér.

Ég kærði þessa aðför að mér og vann málið fyrir Hæstarétti – lögfræðingurinn minn í því máli var Sigurður Örn Hilmarsson – ég tapaði málinu fyrir undirrétti og hann hvatti mig til að fara með málið fyrir Hæstarétt og það hefði hann ekki gert hefði hann álitið mig snargeðveika. Áður en málið fer fyrir Hæstarétt útvegar hann sjálfstætt starfandi geðlækni til að meta geðheilsu mína og sá læknir sagði að ekkert benti til að ég væri haldin alvarlegum geðsjúkdóm og hann sagði mér líka að eitt af því versta sem hægt væri að gera fólki væri að klína á það geðsjúkdómum, hann sagði líka, að því miður væri það ekkert nýtt að sumir sem væru í aðstöðu til, gerðu það til að klekkja á fólki og undir þessi orð hafa lögfræðingarnir sem ég hef verið með í þessu máli tekið – lögfræðingurinn sem ég var með síðast, sagði verulega skítalykt af þessu máli, hann sagðist aldrei hafa séð annan eins málatilbúnað á allri sinni lögfræðitíð og er hann þó reynslubolti mikill kominn af léttasta skeiði – hann taldi augljóslega eitthvað mikið að öllu „batteríinu“ hérna fyrir vestan.

Ástæðan fyrir því að mér datt í hug að blogga í dag, er sú að faceboosíðan mín er ekki að virka eins og hún ætti að gera, ég get ekki átt í samskiptum við facebookvini mína og ég mun sakna þess, en það er ekki sárasti söknuðurinn sem ég glími við í dag. – Ég sakna lífsins og dætra minna og barnabarna sárlega og daglega er hugur minn hjá þeim. Ég hef ekki viljað blanda þeim mikið í mínar raunir því að ég óttast uppátæki þessa ófyrirleitna fólks sem ég hef lent í svo að sambandið við þær hefur ekki verið mikið í mörg ár. Ég veit að þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir þær, en þær eru duglegar og klárar eins og þær eiga ættir til, það er viss huggun í því að vita til þess.

Ég hugsa til uppvaxtarára þeirra – í uppvextinum voru þær skemmtilegar og uppátækjasamar stelpur, alveg lausar við rell og suð, það var alltaf svo mikið að gera hjá þeim, þær voru bæði hugmyndaríkar og framkvæmdaglaðar í leikjum sínum og svo var stutt á milli þeirra, tæp sex ár á milli þeirra elstu og þeirrar yngstu, þannig að þær léku sér mikið saman í sátt og samlyndi undir forystu þeirra sem eldri voru.

Elsta dóttir mín hún Alda Gná var alltaf svo hjálpfús og vildi gjarnan miðla til hinna af reynslu sinni og getu og oft gat verið gaman að fylgjast með því – til dæmis þegar hún var að kenna þeirri næst elstu henni Brynju Björg að klæða sig í skóna – af mikilli natni klæddi hún systur sína rétt í skóna, en hin þóttist nú geta gert betur og klæddi sig úr skónum og aftur í þá og þá í krumma og þetta gerði hún iðulega þegar ég var að klæða þær systur af stað í leikskólann – ef ég klæddi þá yngri fyrst, þá var hún vanalega komin í krumma þegar ég var búin að klæða þá eldri.

Já, það er margs að minnast – yngsta dóttir mín hún Edda Rún rak til að mynda einu sinni gjörgæsludeild í herberginu sínu fyrir fórnarlömb kattarins á heimilinu. Búið var um helsærða fugla og mýs og hinum ýmsu stöðum í herberginu, aðalega þó í rúmfaraskúffunni, en hún fann sér stundum aðra staði ef henni þótti kötturinn of ágengur við dyr gjörgæslunnar með ólund og úfið skott, í veiðihug. Eitt sinn er ég kom inn í herbergið kom upprúllað plaggat labbandi á móti mér, sem hafði staðið í einu horninu í herberginu og þegar ég kíkti ofan í plaggatið, þá var þar særð mús að reyna að komast ferða sinna.

þær voru góðar systur og eru vonandi enn, það gat þó kastast í kekki þegar þær fóru að eldast, komnar á gelgjuna og þurfti þá kannski ekki alltaf mikið til. – Ein dætra minn hún Drífa Hrund, sú númer þrjú í röðinni, var með of stóra nefkirtla og því gat stundum snörlað í nefinu á henni ef hún var kvefuð og það gátu þær sem eldri voru látið fara ótrúlega í taugarnar á sér og áttu það stundum til að dangla í hana greyið, með orðunum: Hættu að anda svona helv…..  beljan þín !  –  og aumingja Drífa sem reyndi þá að anda með munninum til að verða við ósk systra sinna, sagðist ekkert geta gert að þessu. Drífa var rólegust þeirra systra alla tíð, sem ungabarn var hún eins og hugur mans, það heyrðist aldrei í henni, en hún er mikill dugnaðarforkur, eins og þær allar, hefur verið verðlaunuð fyrir dugnað sumstaðar þar sem hún hefur unnið, af atvinnurekendum sem hafa kunnað að meta duglegt fólk. – þegar hún var í menntaskólanum í Hamrahlíð þá vann hún á sumrin á kerskálunum í Straumsvík og ég held að körlunum sem hún vann með hafi bara þótt vænt um þessa litlu tátu sem vann verkin til jafns á við þá – þessi litla duglega stelpa mín var á dögunum á fá styrk til doktorsnáms í læknavísindum við Háskóla Íslands.

Ég er mjög stolt af dætrum mínum, þær eru svo þrautseigar og duglegar, allar eru þær vel menntaðar, þrjár þeirra búsettar í Danmörku og hafa menntað sig þar – tvær hafa búið í Danaveldi síðan árið 2000 og sú yngsta síðan 2005, það er bara hún Drífa mín sem býr á Íslandi – ég sakna þeirra sárt og nú bið ég ykkur um að velta því fyrir ykkur hvort ykkur finnist einhvert réttlæti í að fara svona með mig – á að vera hægt í okkar litla landi að fara svona illa með fólk ?

 

Smásaga ……

Einu sinni var kona sem fór í stríð við heiminn til þess að geta uppfyllt óskir sínar og búið sér til normal líf. En kona þessi var fædd með ýmsum annmörkum sem komu í veg fyrir að hún geti verið normal. – Hún var veik á geði, með útlitsgalla, samkynhneigð og ófær um að eignast börn með eðlilegum hætti.

Hún sagði við sjálfan sig, að allt væri leyfilegt í stríði og ástum og með þá vissu í sínum sjúka kolli, hófst hún handa við að normalisera líf sitt. – Hún stal, laug og ruddi fólki úr vegi sínum, hún eitraði fyrir fólki til að losa sig við það eða til að gera það sjúkt og sér háð. Við þetta naut hún aðstoðar fjölskyldu sinnar og vina.

Hún hafði þekkingu á því hvernig mátti gera fólk veikt og með hverju og aðgang efnunum sem til þess þurfti, hún hafði völd, fé og sjúka vini sína og ættingja sér til hjálpar við að strá „glimmeri“ á „glansmyndina“ – búa til normal lífið sem hana dreymdi um.

 

Ekkert heilbrigt fólk var í kringum þessa konu, sem reyndi að kippa henni inn í veruleikann – út úr heimi sýndarveruleikans sem hún hafði búið sér, þó hann byggi öðrum sára kvöl og böl að búa við.